Um okkur

Piccolo Barnavörur er lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur utan um krúttlega verslun að Hafnargötu 54 í Reykjanesbæ og þessa tilteknu vefverslun, www.piccoloborn.is. 

Markmið okkar er að vanda valið þegar kemur að vörum fyrir börnin og viljum við bjóða upp á fallegar vörur með góðum gæðum. Það er okkur einnig hjartans mál að veita góða þjónustu og vöndum við til verka á öllum sviðum.