Fixoni SS22
Fixoni SS22
Nú þessa síðustu viku í febrúar fengum við aldeilis sæta sendingu frá danska rótgróna merkinu Fixoni. Flíkurnar frá Fixoni eru stílhreinar, mjúkar og fallegar. Það var heldur betur gaman að taka upp nýju vörurnar því litirnir í ár eru dásamlegir! Þessar klassísku flíkur hér að ofan henta vel fyrir minnstu krílin, tilvalið til dæmis í sængurgjöf eða sem fyrsta flík enda eru þær til niður í stærð 50 og upp í stærð 80. Prjónasettið hefur ekki klikkað hingað til! Svo margar krúttlegar flíkur og úrvalið endalaust :)