Ljótapadda/Uglybug
Ljótapadda/Uglybug
Ljótapadda/Uglybug
Piccolo Barnavörur

Ljótapadda/Uglybug

Verð 11.990 kr 0 kr Einingarverð stk.

Dásamlega fallegur, litríkur og skemmtilegur bangsi sem gott er að knúsa og leika með. 

Ljótapadda/Uglybug sem er íslensk hönnun, varð fyrst til árið 1974 þegar Jenný Kolsöe ákvað að búa til fyrstu Ljótupöddurnar í jólagjafir handa börnunum í fjölskyldunni. Það var haus með löngum skönkum, í stíl við núverandi Ljótupöddu.  Ljótapadda vakti mikla gleði meðal barnanna en nafnið Ljótapadda kemur einmitt frá einni systurdóttur Jennýar. Nafnið fór Ljótupöddu vel þar sem ekki þótti hún mjög fríð en ástrík var hún og faðmaði börnin vel með löngum skönkum sínum. 

Núna tæpum 50 árum síðar er nýja Ljótapaddan tilbúin og tilheyrir öllum börnum. Hún er í litum regnbogans og er hann leiðarljós pöddunnar ásamt ást og elsku til alls. 

CE vottuð

Lengd: ca 60 cm